Handlæknastöðin hefur verið starfrækt frá árinu 1984. Við stöðina starfa 39 læknar ásamt 16 manna starfsliði skipað hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og aðstoðarfólki. Árlega eru framkvæmdar um 7.300 skurðaðgerðir, þar af um 4.800 í svæfingu, flestar á börnum. Í samstarfi við LaserSjón eru gerðar um 500 augasteinsaðgerðir árlega.

Í sama húsnæði í Glæsibæ eru meðal annars Læknastöðin með fjölda sérfræðilækna, Rannsóknarstofa Glæsibæjar, tannlæknar með sérhæfða barnatannlæknaþjónustu auk fleiri aðila.

Það er markmið Handlæknastöðvarinnar að veita fullkomnustu læknaþjónustu sem völ er á samkvæmt ítrustu faglegu kröfum.

Opnunartími: 8:00 - 16:00

Upplýsingar um aðgerðatíma í síma 535 6870

Öllum öðrum erindum er svarað í síma 535 6800


Athugið að greiða þarf fyrir læknisþjónustu á staðnum. Ekki er boðið upp á greiðsluseðla eða önnur lánaviðskipti fyrir einstaklinga nema um það sé samið fyrirfram.    

skurðlækningar