Liðskiptaaðgerðir á Handlæknastöðinni

Home / Fréttir / Liðskiptaaðgerðir á Handlæknastöðinni

Frá og með árinu 2022 hafa bæklunarskurðlæknar Landspítalans framkvæmt liðskiptaaðgerðir á hné og mjöðm á Handlæknastöðinni í Glæsibæ. Nú hafa samningar náðst við Sjúkratryggingar Íslands um greiðsluþátttöku á liðskiptaaðgerðum. Nú geta þeir sem verið hafa á biðlista í 9 mánuði eða lengur bókað liðskiptaaðgerð á Handlæknastöðinni í Glæsibæ. Bóka má tíma í síma 535 6800 eða 535 6870 eða með pósti á póstfangið lidskipti@handlaeknastodin.is (nafn, kennitala, sími,tegund aðgerðar og hvaða bæklunarlækni varstu á biðlista hjá).